Víkingar, t.v. lögðu Huginsmenn að velli í gær. Mynd: GB

Spennan á Íslandsmóti skákfélaga minnkaði ekki í gær – nema að síður sé. Tveir toppslagir fóru fram og lauk þeim báðum með naumum sigrum. Víkingaklúbburinn vann Hugin 4½-3½ og Taflfélag Reykjavíkur lagði Fjölni að velli 5-3.  Huginn er í forystu með 38½ vinning, Víkingaklúbburinn og Fjölnir hafa 37½ og Taflfélag Reykjavíkur hefur 35½ vinninga. Tvær síðustu umferðir mótsins fara fram í dag.

Fimm íslenskir stórmeistarar tefldu fyrir Hugin í gær. Það dugði skammt gegn Víkingum. Mynd: GB

Staðan

Mótstaflan eftir sjö umferðir.

Sú fyrri hefst kl. 11 og sú síðari kl. 17. Í umferðinni kl. 11 mætast Huginn og TR, Víkingar tefla við botnlið KR og Fjölnir mætir sveit Breiðabliks, Bolvíkinga og Reyknesinga.

TR, t.v., lagði Fjölni að velli 5-3 í gær. Mynd: GB

Önnur úrslit sjöundu umferðar urðu þau Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes vann Skákfélag Akureyar með minnsta mun, Taflfélag Garðabæjar hafði betur gegn Hugin-b 5-3 og b-sveit Taflfélags Reykjavíkur lagði KR að velli 5½-2½.

Liðsstjórar Víkinga og Hugins spá í spilin (farsímana). Mynd: GB

Tvö neðstu liðin falla og er staða Skákdeild KR nánast vonlaus. Hitt fallsætið bíður annarri hvorri b-sveitinni. B-sveit TR hefur 4½ vinnings forskot á b-sveit Hugins en þessar sveitir mætast núna kl. 11. Huginsmenn þurfa á að halda góðum sigri til að hafa möguleika á að bjarga sér frá falli.

Nánar á Chess-Results

2. deild

Spennan í 2. deild er ekki minna spennandi. Þar eru aðeins 2 vinningar og milli efstu sveitarinnar og þeirrar sem er í sjötta sæti. Hrókar alls fagnaðar eru efstir með 17 vinninga. Haukar, Selfyssingar og b-sveit Akureyringa eru í 2.-4. sæti með 16½ vinning. Sex lið eru því enn í baráttunni um tvö efstu sætin sem gefa sæti í efstu deild að ári.

Það teflir stórmeistari í 2. deild! Henrik Danielsen fór fyrir sveit Selfyssinga. Hann vann Magnús Pálma í gær. Lét grimmilegan svip Bolvíkingisins ekki fipa sig. Mynd: GB
Mótstaflan eftir 5 umferðir í 2. deild

Það vendir flest til þess að Vinaskákfélagið og b-sveit Breiðbliks, Bolungarvíkur og Reykjaness falli niður í 3. deild

Nánar á Chess-Results.

3. deild

Til hægri má sjá yfir 3. deildina. Mynd: GB

B-sveit Taflfélags Garðabæjar er efst í 3. deild með 10 stig og hefur nánast tryggt sér keppnisrétt í 2. deild að ári. Skáksamband Austurlands kemur í öðru sæti með 8 stig. Þessar sveitir mætast í umferðinni á eftir.

Staðan eftir 5 umferðir.

Skákfélag Siglufjarðar, Taflfélag Vestmannaeyja, Taflfélag Akraness og Skákfélag Sauðárkróks hafa 6 stig og þeirra möguleiki byggist á Austlendingar misstígi sig.

D-sveit Hugins er vonlítil og staða c-sveitar sama félags erfið. Þrjár sveitir falla. Margar sveitir eru því enn í fallbaráttunni.

Nánar á Chess-Results.

4. deild

Það er ekki síður hugsað í 4. deild en í öðrum deildum: Mynd: GB

Þrjár sveitir fara upp úr fjórðu deild. Að loknum fimm umferðum eru fjórar sveitir jafnar og efstar með 8 stig. Það eru b-sveitir Hróka alls fagnaðar og KR, Borgfirðingar og d-sveit Taflfélags Reykjavíkur.

Staðan eftir fimmtu umferð.

Spennan er mikil fyrir lokaumferðirnar báðar.

Nánar á Chess-Results

- Auglýsing -