Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2561) teflir þessa dagana í lokuðu skákmóti í Budjevoice í Tékklandi. Fyrsta umferð fór fram í gær og tapaði Hannes slysalega fyrir úkraínska stórmeistaranum Mikhail Kazakov (2508) eftir að hafa náð gjörunnu tafli.
Önnur umferð fram fram í dag og hefst kl. 14. Þá teflir Hannes við tékkneska alþjóðlega meistarann Jan Vykouk (2451).
Tíu skákmenn tefla í flokknum og þar af 3 stórmeistarar. Meðalstigin er 2450. Hannes stigahæstur keppenda.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14)
- Auglýsing -


















