MVL með sigurlaunin. Mynd: Lennart Ootes / Grand Chess Tour

Frakkinn Maxime Vachier-Lagrave (2772) vann sigur á Grand Chess Tour at- og hraðskákmótinu sem lauk í gær í París. Hann hlaut 21 stig samtals. Góður árangur í atskákinni lagði grunninn að sigrinum. Vishy Anand (2757) varð annar með 20,5 stig eftir afar góða frammistöðu í hraðskákhlutanum þar sem hann varð efstur ásamt Duda (2729) og Nakamura (2806).

Heildarstaðan

Flestir sterkustu skákmenn heims tóku þátt að heimsmeistaranum, Magnúsi Carlsen, undanskildum.

Sjá nánar á Chessbase.com

- Auglýsing -