Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Stefán Steingrímur Bergsson hækkaði mest frá júlí-listanum eftir stórkostlega frammistöðu í Portoroz í Slóveníu. Ekkert innlent kappskákmót var reiknað og því litlar breytingar frá júlí-listanum. Þeir sem tefldu erlendis í júlí eru margir hverjir með miklar stigasveiflur.

Íslenskir skákmenn með virk skákstig (PDF)

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2563) er stigahæsti skákmaður landsins eins og undanfarið. Héðinn Steingrímsson (2547) er næststigahæstur og Hannes Hlífar Stefánsson (2538) er þriðji.

Nr. Name Tit Aug-19  +/- Gms B-day
1 Gretarsson, Hjorvar Steinn GM 2563 0 0 1993
2 Steingrimsson, Hedinn GM 2547 0 0 1975
3 Stefansson, Hannes GM 2538 -24 18 1972
4 Olafsson, Helgi GM 2511 0 0 1956
5 Hjartarson, Johann GM 2509 -4 10 1963
6 Danielsen, Henrik GM 2497 0 0 1966
7 Petursson, Margeir GM 2467 -13 3 1960
8 Kjartansson, Gudmundur IM 2453 -17 10 1988
9 Thorfinnsson, Bragi GM 2449 0 0 1981
10 Gunnarsson, Jon Viktor IM 2445 0 0 1980
11 Arnason, Jon L GM 2422 0 0 1960
12 Gunnarsson, Arnar IM 2420 0 0 1978
13 Thorhallsson, Throstur GM 2419 0 0 1969
14 Gretarsson, Helgi Ass GM 2412 0 0 1977
15 Kjartansson, David IM 2401 0 0 1982
16 Thorsteins, Karl IM 2401 0 0 1964
17 Thorfinnsson, Bjorn IM 2395 14 9 1979
18 Ragnarsson, Dagur FM 2391 0 0 1997
19 Arngrimsson, Dagur IM 2372 0 0 1987
20 Ulfarsson, Magnus Orn FM 2364 0 0 1976

Mestu hækkanir

Stefán Steingrímur Bergsson (+41) hækkaði mest frá júlí-listanum. Í næstu sætum eru Vignir Vatnar Stefánsson (+21) og Lenka Ptácníková (+15).

Nr. Name Tit Aug-19  +/- Gms B-day
1 Bergsson, Stefan 2190 41 9 1984
2 Stefansson, Vignir Vatnar FM 2314 21 18 2003
3 Ptacnikova, Lenka WGM 2089 15 9 1976
4 Thorfinnsson, Bjorn IM 2395 14 9 1979
5 Thorsteinsdottir, Hallgerdur WFM 2021 13 1 1992

Heimslistinn

Magnús Carlsen (2882) er langstigahæsti skákmaður heims. í næstu sætum eru Fabiano Caruana (2818) og Ding Liren (2805).

Sjá i heild sinni hér.

- Auglýsing -