Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2388) er efstur með fullt hús á Skákþingi Kópavogs að loknum fimm umferðum. Hann vann Hlíðar Þór Hreinsson (2210) í gær. Hlíðar, Jóhann Arnar Finnsson (1795), Lenka Ptácníková (2106), Halldór Grétar Einarsson (2215) og Birkir Ísak Jóhannsson (2025) eru í 2.-6 sæti með 4 vinninga.

Sjötta umferð hefst núna kl. 11. Björn teflir við Halldór. Birkir Ísak og Hlíðar Þór mætast og Jóhann Arnar og Lenka tefla saman.

Mótinu lýkur svo með sjöundu umferð kl. 17.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 að Skákþing Kópavogs fer fram! Haraldur Baldursson er núverandi skákmeistari Kópavogs. Hefur haldið þeim titli í 20 ár!

 

- Auglýsing -