Hjörvar Steinn og Guðmundur Kjartansson verða meðal keppenda í landsliðsflokki.

Önnur skák undanúrslita Íslandsbikarsins hefst núna kl. 17 í dag. Guðmundur Kjartansson og Helgi Áss Grétarsson þurfa báðir nauðsynlega á sigri að halda til að knýja fram aukakeppni sem fram færi þá á morgun.

Hannes og Helgi Áss báðir í þingum þönkum. Nær Helgi að hrista það af sér að hafa misst af máti í tveimur leikjum?

Guðmundur hefur hvítt á móti Hjörvari Steini Grétarssyni en Helgi Áss Grétarsson hefur svart á móti Hannesi Hlífari Stefánssyni. Skák Hannesar og Helga hefur farið víða í erlendri skákfjölmiðlum í dag. Hannes gaf Helga kost á drottingarfórn sem hefði leitt til máts í tveimur leikjum. Helga yfirsást fórnin og tapaði 20 leikjum síðar.

Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson verða með beina lýsingu sem hefst upp úr kl. 17 í dag. Hægt er fylgjast með skákunum á öllum helstu skákþjónum heims.

- Auglýsing -