Átta manna úrslitum boðsmóts Magnúsar Carlsen lauk í gær á Chess 24. Svo fór að allar viðureignirnar kláruðust án framlengingar. Heimsmeistarinn vann Levon Aronian, Nepo hafði betur gegn Nakamura, Wesley So lagði Firouzja að velli og MVL laut í dúk gegn Anish Giri.

Í undanúrslitum mætast annars Magnús og Nepo og hins vegar So og Giri.

Nánar á Chess24.

- Auglýsing -