Fimmta umferð Yrðlingamóts TR fór fram í gærkveldi. Vignir Vatnar Stefánsson (2314) er efstur með fullt hús en hann lagði Símon Þórhallsson (2222) að velli í gær. Davíð Kjartansson (2326) er annar með 4 vinninga eftir glæsilega drottningarfórn sem leiddi til máts gegn Hadi Rezaei Heris (1557).

Nýjasti stórmeistari Íslendinga, Guðmundur Kjartansson (2488) er þriðji með 3½ vinning eftir sigur á Gauta Pál Jónssyni (2081).
Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram næsta fimmtudagskvöld.
- Auglýsing -













