Hannes og Hjörvar mætast í fyrstu umferð. Mynd: GB

Íslandsmótið í skák 2021 hefst í dag kl. 15 í Kársnesinu í Kópavogi (húsnæði Siglingafélagsins Ýmis). Hörkuviðureignir í fyrstu umferð. Íslandsmeistarinn og nýjasti stórmeistari Íslendinga, Guðmundur Kjartansson, hefur titilvörnina gegn Helga Áss Grétarssyni, Íslandmeistaranum frá 2018.

Helgi Áss og Guðmundur. Mynd: GB

Tveir stigahæstu skákmenn mótsins Hannes Hlífar Stefánsson, þrettánfaldur Íslandsmeistari, og Hjörvar Steinn Grétarsson, sem vann Íslandsbikarinn fyrir skemmstu, mætast einnig. Hjörvar hefur ekki enn orðið Íslandsmeistari.

Svo má vekja athygli á því að yngsti og elsti keppendi mótsins tefla saman en goðsögnin Jóhann Hjartarson teflir við Vigni Vatnar Stefánsson.

Björn Þorfinnsson verður með daglega pistla um mótið á Vísi á meðan mótinu stendur. Þann fyrsta má finna hér.

Pörun fyrstu umferðar

  • SM Hannes Hlífar (2532) – GM Hjörvar Steinn (2588)
  • SM Helgi Áss (2437) – GM Guðmundur (2503)
  • FM Vignir Vatnar (2327) – GM Jóhann (2523)
  • Alexander Oliver (2025) – GM Bragi (2432)
  • FM Sigurbjörn (2327) – IM Björn (2384)

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, setur mótið og leikur fyrsta leik þess.

Keppendalistinn (skákstig í sviga) 

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2588) – stórmeistari í skák
  2. Hannes Hlífar Stefánsson (2532) – stórmeistari í skák
  3. Jóhann Hjartarson (2523) – stórmeistari í skák
  4. Guðmundur Kjartansson (2503) – stórmeistari í skák
  5. Helgi Áss Grétarsson (2437) – stórmeistari í skák
  6. Bragi Þorfinnsson (2432) – stórmeistari í skák
  7. Björn Þorfinnsson (2384) – alþjóðlegur meistari
  8. Sigurbjörn Björnsson (2327) – FIDE-meistari
  9. Vignir Vatnar Stefánsson (2327) – FIDE-meistari
  10. Alexander Oliver Mai (2025)

Vegna sóttvarnareglna geta áhorfendur ekki mætt á skákstað. Að sjálfsögðu verður boðið verður upp á mjög þéttan útsendingarpakka.

Boðið verður upp á útsendingar á öllum helstu miðlum heims (Chess24, Followchess, Chessbomb o.s.frv.).

Skákvarpið, í umsjón Ingvars Þórs Jóhannessonar, verður starfrækt alla daga. Sú þjónusta sem hófst í  Íslandabikarnum að hafa skákmennina í beinni á meðan teflt er – verður að sjálfsögðu áfram í boði.  Væntanlega verða góðir gestir með Ingvari í Skákvarpinu. Chess After Dark verða einnig á svæðinu og munu taka viðtöl við keppendur sem verða birt eftir mótið.

Kópavogur, Arion banki, Brim og Teva styðja á myndarlegan hátt við mótshaldið.

Helstu tenglar

- Auglýsing -