Íslandsmótið í skák 2021 hefst í dag kl. 15 í Kársnesinu í Kópavogi (húsnæði Siglingafélagsins Ýmis). Hörkuviðureignir í fyrstu umferð. Íslandsmeistarinn og nýjasti stórmeistari Íslendinga, Guðmundur Kjartansson, hefur titilvörnina gegn Helga Áss Grétarssyni, Íslandmeistaranum frá 2018.

Tveir stigahæstu skákmenn mótsins Hannes Hlífar Stefánsson, þrettánfaldur Íslandsmeistari, og Hjörvar Steinn Grétarsson, sem vann Íslandsbikarinn fyrir skemmstu, mætast einnig. Hjörvar hefur ekki enn orðið Íslandsmeistari.
Svo má vekja athygli á því að yngsti og elsti keppendi mótsins tefla saman en goðsögnin Jóhann Hjartarson teflir við Vigni Vatnar Stefánsson.
Björn Þorfinnsson verður með daglega pistla um mótið á Vísi á meðan mótinu stendur. Þann fyrsta má finna hér.
Pörun fyrstu umferðar
- SM Hannes Hlífar (2532) – GM Hjörvar Steinn (2588)
- SM Helgi Áss (2437) – GM Guðmundur (2503)
- FM Vignir Vatnar (2327) – GM Jóhann (2523)
- Alexander Oliver (2025) – GM Bragi (2432)
- FM Sigurbjörn (2327) – IM Björn (2384)
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, setur mótið og leikur fyrsta leik þess.
Keppendalistinn (skákstig í sviga)
- Hjörvar Steinn Grétarsson (2588) – stórmeistari í skák
- Hannes Hlífar Stefánsson (2532) – stórmeistari í skák
- Jóhann Hjartarson (2523) – stórmeistari í skák
- Guðmundur Kjartansson (2503) – stórmeistari í skák
- Helgi Áss Grétarsson (2437) – stórmeistari í skák
- Bragi Þorfinnsson (2432) – stórmeistari í skák
- Björn Þorfinnsson (2384) – alþjóðlegur meistari
- Sigurbjörn Björnsson (2327) – FIDE-meistari
- Vignir Vatnar Stefánsson (2327) – FIDE-meistari
- Alexander Oliver Mai (2025)
Vegna sóttvarnareglna geta áhorfendur ekki mætt á skákstað. Að sjálfsögðu verður boðið verður upp á mjög þéttan útsendingarpakka.
Boðið verður upp á útsendingar á öllum helstu miðlum heims (Chess24, Followchess, Chessbomb o.s.frv.).
Skákvarpið, í umsjón Ingvars Þórs Jóhannessonar, verður starfrækt alla daga. Sú þjónusta sem hófst í Íslandabikarnum að hafa skákmennina í beinni á meðan teflt er – verður að sjálfsögðu áfram í boði. Væntanlega verða góðir gestir með Ingvari í Skákvarpinu. Chess After Dark verða einnig á svæðinu og munu taka viðtöl við keppendur sem verða birt eftir mótið.
Kópavogur, Arion banki, Brim og Teva styðja á myndarlegan hátt við mótshaldið.
Helstu tenglar
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Skákvarpið
- Beinar útsendingar (heimasíða)
- Beinar útsendingar (Chess24)
- Beinar útsendingar (Chess.com)
- Beinar útsendingar (Followchess) – tengill væntanlegur
- Beinar útsendingar (Chessbomb)