Ólafur Guðmarsson varð efstur íslensku keppendanna í b-flokki.

EM áhugamanna í skák er í gangi þessa dagana. B-flokkur (1401-1700 skákstig) fór fram síðustu helgi. Þrír íslenskir skákmenn komust í úrslitin á sunnudeginum og áunnu sér allir keppnisrétt í c-flokki (1701-2000) sem fram um helgina. Það voru þeir Ólafur Guðmarsson, sem varð efstur íslensku keppendanna og Bendikt Þórisson og Ingvar Wu Skarphéðinsson.

Lokstaðan í úrslitum.

Auk þeirra eru Snorri Þór Sigurðsson, Jóhann H. Ragnarsson og Benedikt Briem skráðir til leiks í c-flokkinn.

Rétt er að benda á d-flokkinn (2001-2300) sem fram fer á þriðju- og miðvikudag. Eins og er enginn skráður til leiks.

Flokkaskipting

  • A: 1000-1400 skákstig (10.-11. apríl)
  • B: 1401-1700 skákstig (17.-18. apríl)
  • C: 1701-2000 skákstig (24.-25. apríl)
  • D: 2001-2300 skákstig (27.-28. apríl)

Miðað er við kappskákstig 1. apríl 2021.

Dagskrá mótsins er sem hér segir

Fyrirkomulagið er þannig að fyrri daginn eru tefldar undanrásir. Um það bil 250 efstu keppendur ávinna sér rétt til að tefla í úrslitakeppninni. 100 efstu í henni ávinna sér rétt til í flokknum fyrir ofan.

Verðlaun

Þátttökugjöld eru €15. Gegn €20 greiðslu er hægt að tefla í flokkum með stigahærri keppendum.

Nánari upplýsingar um mótið og skráningaform má finna á heimasíðu ECU.

- Auglýsing -