Þriðja umferð Íslandsmótsins í skák hefst kl. 15 í dag. Taflmennskan á mótinu hefur verið afar fjörug og aðeins einni skák af tíu lokið með jafntefli! Í dag mætast meðal annars stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson. Forystusauðurinn Jóhann Hjartarson teflir við Alexander Oliver Mai. Hjörvar Steinn Grétarsson fær pistlahöfundinn Björn Þorfinnsson sem í dag fjallaði um bölvun g-strengsins.

Pistill Björns Þorfinnssonar á Vísi um aðra umferð

Viðureignir dagsins:

  • Alexander Oliver Mai (0) – Jóhann Hjartarson (2)
  • Helgi Áss Grétarsson (1½) – Vignir Vatnar Stefánsson (1)
  • Sigurbjörn Björnsson (1) – Bragi Þorfinnsson (1½)
  • Hannes Hlífar Stefánsson (1) – Guðmundur Kjartansson (1)
  • Hjörvar Steinn Grétarsson (1) – Björn Þorfinnsson (1)

Skákvarpið

Vefútsending hefst kl. 15 og skákskýringar Ingvars Þórs Jóhannessonar á milli 16:00 og 16:30.

Umfjöllun Ingvars um skák dagsins í gær

Kópavogur, Arion banki, Brim og Teva styðja á myndarlegan hátt við mótshaldið.

Helstu tenglar

- Auglýsing -