Teflt er á Kaffi Krók.

Skákþing Norðlendinga verður haldið á Kaffi Krók á Sauðárkróki 12. til 14. nóvember og hefst taflmennskan kl. 19.00, föstudagskvöldið 12. og verða þá telfdar 4 umferðir atskáka með 25 mín. umhugsunartíma. Á laugardag verða telfdar 2 kappskákir 90 mín. + 30 sek. á leik og er sú fyrri kl. 10.00 og sú seinni kl. 16.00. Þriðja kappskákin er svo kl. 10.00 á sunnudag og að henni lokinni Hraðskákþing Norðlendinga, líklega um kl. 14.00.

Þátttökugjald er kr. 2000, en ekkert í hraðskákmótið. Fyrstu verðlaun verða kr. 50.000, önnur 35.000, þriðju 20.000, fjórðu 15.000 og aukaverðlaun til efsta manns undir 1800 stigum, 10.000. Peningaverðlaun skiftast milli þeirra sem fá jafn marga vinninga.

Titilinn Skákmeistari Norðlendinga getur aðeins hlotið sá sem á lögheimili á Norðurlandi og ræður þá stigaútreikningur verði menn jafnir að vinningum. Rétt er að taka fram að mótið er hluti af BRIM-mótaröðinni!

Hægt er að tilkynna þátttöku á Skák.is (guli kassinn) eða hjá jhaym@simnet.is og í 8653827.

- Auglýsing -