Magnús Carlsen vann Alireza Firouzja í gær. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Annar dagur af þremur fór fram á HM í atskák í gær í Varsjá í Póllandi. Magnús Carlsen (2842) er efstur í opnum flokki. Alexandra Kosteniuk (2515) hefur 1½ vinnings forskot í kvennaflokki.

Heimsmeistarinn efstur í opnum flokki

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen (2842) er efstur í opnum flokki. Hann meðal annars lagði Alireza Firouzja (2656) að velli.

Staðan á Chess-Results

Kosteniuk með 1½ vinnings forskot

Kosteniuk vann löndu sína Valentinu Gunina í fimmtu umferð. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Staðan á Chess-Results

Ítarleg umfjöllun á Chess.com.

HM í atskák lýkur í dag með 4 umferðum í opnum flokki og þremur í kvennaflokki. Teflt er eftir tímamörkunum 15+10. Taflmennskan í dag hefst kl. 14.

Dagana 29.-30. desember fer fram HM í hraðskák (3+2) þar sem tefld er 21 umferð í opnum flokki en 17 umferðir í kvennaflokki. Taflmennskan hefst kl. 14 fyrri daginn en kl. 13 þann seinni.

Útsendingar Chess24 eru í umsjón Peter Leko og Jan Gustafsson.

Fyrir þá sem hafa aðgang að NRK í gegnum Símann eða Vodafone þá er hægt að fylgjast með mótinu beint þar.

- Auglýsing -