Vignir og Hjörvar að tafli.

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2549) er efstur með fullt hús að loknum fimm umferðum á Íslandsmótinu í atskák sem tefldar voru í gær.

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vagnar Stefánsson (2279) og félagi hans Arnar Milutin Heiðarsson (1707) eru í 2.-3. sæti með 4 vinninga.

Staðan á Chess-Results. 

22 keppendur taka þátt og hefðu sjálfsagt orðið töluvert fleiri hefði ekki komið til nýrrar og öflugar bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Mótinu lýkur í kvöld með fjórum síðustu umferðunum.

- Auglýsing -