FIDE-meistarinn Jón Kristinn Þorgeirsson (2275) og Örn Leó Jóhannsson (2236) eru eftir og jafnir með 4½ vinning á Skákþingi Norðlendinga að loknum sex umferðum af sjö en tvær umferðar voru tefldar í gær.
Alþjóðleglegu meistararnir Áskell Örn Kárason (2186) og Davíð Kjartansson (2305), FIDE-meistarinn Símon Þórhallsson (2245) og skákmeistarinn Gauti Páll Jónsson (2038) eru í 3.-6 sæti með 4 vinninga.
Jón Kristinn, Áskell Örn og Símon berjast um titilinn, skákmeistari Norðlendinga. Í lokaumferðinni sem hefst kl. 11 mætast meðal annars:
- Örn Leó – Davíð
- Jón Kristinn – Jóhann Ingvason
- Símon – Áskell
- Benedikt Stefánsson – Gauti Páll
- Karl Egill Steingrímsson – Stefán Bergsson
Hraðskákmót Norðlendinga fer fram í dag.
- Auglýsing -