Vignir að tafli

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2471) hefur unnið tvær skákir í röð á HM ungmenna (u20) sem fram fer í Sardiníu.

Vignir hefur 6½ vinning að loknum 10 umferðum og er í 12.-22. sæti. Birkir Ísak Jóhannsson (2165) hefur staðið sig vel og hefur 4½ vinninga. Hanner í 72.-87. sæti.

Lokaumferðin fer fram í dag.

Pörun dagsins og úrslit gærdagsins

Alls taka 118 skákmenn frá 58 löndum þátt. Þar af 13 stórmeistarar. Vignir er nr. 24 í stigaröð keppenda en Birkir er nr. 91. Mótið fer fram 12.-22. október. Tefldar eru 11 umferðir

- Auglýsing -