
Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák hefst í dag kl. 15 í Reykjavík Natura. Skipt er í tvo liðla og tveir efstu úr hvorum riðli komast í undanúrslit. Magnús Carlsen og Hjörvar Steinn Grétarsson lentu í sitthvorum riðlinum. Tefldar er tvöföld umferð en hver umferð samanstendur að tveimur atskákum. Tvær umferðir (4 skákir eru tefldar á dag)
Hjörvar fær erfitt prógramm í dag. Í fyrra einvígi dagsins mætir hann heimsmeistaranum Wesley So og í því síðara teflir hann við Ian Nepomniachtchi. Það verður einnig svakaleg viðureign í dag þegar Magnús teflir við Hikaru Nakamura.
Frítt fyrir áhorfendur að mæta í Reykjavík Natura. Allt verður þetta svo beint á RÚV. Í kvöld verður viðtal við Magnús sýnt á RÚV og einnig samantektarþáttur.
Umferðir dagsins
Group A
Grétarsson – So
Abdusattorov – Nepomniachtchi
Group B
Blübaum – Nakamura
Carlsen – Fedoseev
Round 2:
Group A
Nepomniachtchi – Grétarsson
So – Abdusattorov
Group B
Fedoseev – Blübaum
Nakamura – Carlsen














