Lenka Ptacnikova er ein í efsta sæti eftir tvær umferðir á opna Íslandsmóti kvenna. Lenka lagði stigahæsta keppanda mótsins að velli í skák dagsins. Liss og Jóhanna gerðu jafntefli við stigahærri andstæðinga og Iðunn Helgadóttir vann góðan sigur í sinni skák.
Anastasia Nazarova (2188) hafði hvítt gegn Lenku í toppslag dagsins og úr varð spennandi og sviptingasöm skák. Lenka tefldi dýnamískt og hafði að lokum betur úr flækjunum sem komu úr broddgalta-stöðutýpunni.
Góðu sigur hjá Lenku!
Jóhanna tefldi ítalska leikinn gegn Olgu Dolzhikovu. Jóhanna virtist með mögulega aðeins betra tafl en náði ekkiað nýta sér það og keppedur þráléku.
Guðrún Fanney Briem hafði svart gegn reyndri skákkonu frá Danmörku, Oksönu Kryger. Guðrún náði ekki að fylgja eftir flottum úrslitum í 1. umferðinni en hélt lengi vel stöðunni nálægt jafnvægi en að lokum var keppnisreynsla Oksönu dýrmætari.
Liss lenti í smá pressu í kóngsindverjanum en tefldi mjög aktíft og náði að búa til gott mótspil sem endaði með fórn fyrir þráskák, fín úrslit.
Iðunn vann góðan baráttusigur á stigahærri keppanda. Peðamassi Iðunnar á drottningarvængnum varð á endanum stærsti áhrifavaldurinn í skákinni og góður sigur í hús.
Katrín lenti í erfiðri vörn gegn Sylvíu Johnsen þar sem sú norska hafði betur.
Lenka er því ein efst eins og áður sagði en Jóhanna Björg er ásamt fleirum í öðru sæti með 1,5 vinning.

Í þriðju umferðinni mætast Lenka og Jóhanna. Guðrún Fanney og Iðunn sem hafa byrjað vel mætast svo í öðrum íslendingaslag. Þriðja umferðin hefst klukkan 16:00 á morgun á Hotel Natura.














