Chess After Dark í samstarfi við Skáksamband Íslands heldur Íslandsmótið í Fischer-slembiskák dagana 21.-27. nóvember.

Um er að ræða tvær undankeppnir og svo úrslitakeppni þar sem 10 keppendur tefla og fjórir efstu komast í útsláttarkeppni.

Þriðjudagskvöldið 22. nóvember fer fram fyrsta undankeppnin á Barion Mosó þar sem öllum er velkomið að taka þátt.
Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 10+5.
Tveir efstu í mótinu tryggja sér sæti í úrslitum.
Mótið hefst 20.00

Verðlaun í fyrri undankeppni:

1. 50.000 krónur

  1. 30.000 krónur
  2. 20.000 krónur
    U2000: 10.000 kr gjafabréf á Barion Mosó
    U1600: 10.000 kr gjafabréf á Barion Mosó

Fimmtudagskvöldið 24. nóvember fer fram seinni undankeppnin og fer hún fram á Chess.com þar sem öllum er sömuleiðis boðið að taka þátt.

Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 10+5.
Tveir efstu í mótinu tryggja sér sæti í úrslitum.
Mótið hefst 20.00

Verðlaun í seinni undankeppni:
1. 25.000 krónur

  1. 15.000 krónur
  2. 3. 10.000 krónur

Laugardaginn og sunnudaginn 26-27 nóv fara svo úrslitin fram á Center Hotels við Ingólfstorg.
Úrslitin fara fram með eftirfarandi hætti:

10 manna lokað mót, allir við alla.

Tímamörk: 15+5
Fjórir efstu tefla svo í úrslitum þar sem 1-4 og 2-3 mætast.
Leikar hefjast 14.00 báða dagana
Laugardagur: 5 umferðir
Sunnudagur: 4 umferðir + úrslit

Aðalstyrktaraðili mótsins er Óli Valur Steindórsson eigandi Barion Mosó.

Verðlaun í aðalmótinu eru eftirfarandi:

  1. 150.000 krónur
  2. 100.000 krónur
  3. 50.000 krónur

Mótstjórn áskilur sér rétt til þess að vera með 4 sæti valin fyrirfram í mótið og Skáksamband Íslands 2 sæti.

Keppendalisti eins og staðan er núna í úrslitum:

  1. GM Guðmundur Kjartansson (boð Chess After Dark)
  2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (boð Chess After Dark)
  3. GM Jóhann Hjartarson (boð Chess After Dark)
  4. IM Vignir Vatnar Stefánsson (boð Chess After Dark)
  5. Fyrsta boðssæti SÍ?
  6. Annað boðssæti SÍ?
  7. Fyrsta sæti í fyrri undanrásum á Barion Mosó?
  8. Annað sæti í fyrri undanrásum á Barion Mosó?
  9. Fyrsta sæti í seinni undanrásum á Chess.com?
  10. Annað sæti í seinni undanrásum á Chess.com?

Skráning í fyrri undankeppni sem fram fer þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl 20.30 fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/1bm-5VpugphcpBiodCxJnfYaKdIFsZN8CHDqueXIR334/edit

Skráða keppendur má sjá hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1NuuOnwEoW9Op76_GzV4ZR275fOJErqLVniJ3ORXbfzg/edit?resourcekey=undefined#gid=49004504

- Auglýsing -