Chess After Dark í samstarfi við Skáksamband Íslands heldur Íslandsmótið í Fischer-slembiskák dagana 21.-27. nóvember.
Um er að ræða tvær undankeppnir og svo úrslitakeppni þar sem 10 keppendur tefla og fjórir efstu komast í útsláttarkeppni.
Þriðjudagskvöldið 22. nóvember fer fram fyrsta undankeppnin á Barion Mosó þar sem öllum er velkomið að taka þátt.
Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 10+5.
Tveir efstu í mótinu tryggja sér sæti í úrslitum.
Mótið hefst 20.00
Verðlaun í fyrri undankeppni:
1. 50.000 krónur
- 30.000 krónur
- 20.000 krónur
U2000: 10.000 kr gjafabréf á Barion Mosó
U1600: 10.000 kr gjafabréf á Barion Mosó
Fimmtudagskvöldið 24. nóvember fer fram seinni undankeppnin og fer hún fram á Chess.com þar sem öllum er sömuleiðis boðið að taka þátt.
Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 10+5.
Tveir efstu í mótinu tryggja sér sæti í úrslitum.
Mótið hefst 20.00
Verðlaun í seinni undankeppni:
1. 25.000 krónur
- 15.000 krónur
- 3. 10.000 krónur
Laugardaginn og sunnudaginn 26-27 nóv fara svo úrslitin fram á Center Hotels við Ingólfstorg.
Úrslitin fara fram með eftirfarandi hætti:
10 manna lokað mót, allir við alla.
Tímamörk: 15+5
Fjórir efstu tefla svo í úrslitum þar sem 1-4 og 2-3 mætast.
Leikar hefjast 14.00 báða dagana
Laugardagur: 5 umferðir
Sunnudagur: 4 umferðir + úrslit
Aðalstyrktaraðili mótsins er Óli Valur Steindórsson eigandi Barion Mosó.
Verðlaun í aðalmótinu eru eftirfarandi:
- 150.000 krónur
- 100.000 krónur
- 50.000 krónur
Mótstjórn áskilur sér rétt til þess að vera með 4 sæti valin fyrirfram í mótið og Skáksamband Íslands 2 sæti.
Keppendalisti eins og staðan er núna í úrslitum:
- GM Guðmundur Kjartansson (boð Chess After Dark)
- GM Hjörvar Steinn Grétarsson (boð Chess After Dark)
- GM Jóhann Hjartarson (boð Chess After Dark)
- IM Vignir Vatnar Stefánsson (boð Chess After Dark)
- Fyrsta boðssæti SÍ?
- Annað boðssæti SÍ?
- Fyrsta sæti í fyrri undanrásum á Barion Mosó?
- Annað sæti í fyrri undanrásum á Barion Mosó?
- Fyrsta sæti í seinni undanrásum á Chess.com?
- Annað sæti í seinni undanrásum á Chess.com?
Skráning í fyrri undankeppni sem fram fer þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl 20.30 fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/1bm-5VpugphcpBiodCxJnfYaKdIFsZN8CHDqueXIR334/edit
Skráða keppendur má sjá hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1NuuOnwEoW9Op76_GzV4ZR275fOJErqLVniJ3ORXbfzg/edit?resourcekey=undefined#gid=49004504













