EM í hrað- og atskák fer fram um helgina, 16.-18. desember í Katowice í Póllandi. Þrettán Íslendingar taka þátt og þar af 5 stórmeistarar!
Hraðskákin fer fram í dag. Tefldar eru 2*11 umferðir. Ríflega 800 keppendur og er pörunin send með SMS! Enn fleiri taka þátt í atskákmótinu en á annað þúsundur keppenda.
Eftirtaldir eru fulltrúar Íslands á mótinu. Stig í sviga eru hraðskákstig.
- GM Hannes Hlífar Stefánsson (2459)
- GM Jóhann Hjartarson (2458)
- GM Helgi Áss Grétarsson (2389)
- IM Björn Þorfinnsson (2358) – teflir bara í hraðskákinni
- GM Guðmundur Kjartansson (2355)
- GM Margeir Pétursson (2347) – teflir bara í atskákinni
- IM Arnar Gunnarsson (2348)
- Gauti Páll Jónsson (2102)
- Stefán Bergsson (2053)
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1927)
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1908)
- WIM Lisseth Acevedo Mendez (1819)
- Arnar Ingi Njarðarson (1469)
- Auglýsing -















