Úrslitin munu ráðast í lokaumferðinni á Meistaramóti Skákskóla Íslands 2022 – Unglingameistaramót Íslands 2022 – U22. Fyrir lokaumferðina stendur Hilmir Freyr Heimisson best að vígi með 4,5 vinninga en fast á hæla hans kemur óvænt Arnar Milutin Heiðarsson með 4 vinninga. Þeir mætast í lokaumferðinni.

Hilmir Freyr gerði jafntefli við Alexsandr Domalchuk-Jonasson í fjórðu umferðinni en þeir voru efstir með fullt hús þegar taflmennskan hófst á laugardeginum. Hvorugur fékk nægjanleg færi til að gera atlögu að fullum vinningi og því skiptu þeir með sér vinningnum góða.

Aðrar skákir á efstu borðum enduðu einnig með jafntefli. Dawid Kolka missti af dauðafæri gegn Alexander Oliver Mai en jafntefli varð niðurstaðan. Josef Omarsson og Arnar Milutin tefldu hörkuskák þar sem Josef lét Arnar virkilega hafa fyrir sigrinum.

Segja má að Arnar hafi nýtt mótbyrinn úr skákinni við Josef vel og mætti pressulaus í skák sína við Aleksandr Domalchuk-Jonasson. Aleksandr hefur stigið fá feilspor undanfarnar vikur en að þessu sinni teygði hann sig of langt í jafnri stöðu og Arnar nýtti sér það til fullnustu. Mótið komið í uppnám!

Hilmir Freyr nýtti sér þetta tækifæri og náði að leggja Benedikt Briem að velli í langri skák þar sem Hilmir var að reyna að nýta sér umframpeð lengi fram eftir kvöldi.

Aðrar skákir fimmtu umferðar:

Staðan eftir umferðirnar fimm er því svona:

Pörun lokaumferðar

Lokaumferðin hefst klukkan 10:30 á morgun, sunnudag.

- Auglýsing -