Skákþing Norðlendinga verður haldið á Akureyri dagana 14-16. apríl 2023. Mótið verður með breyttu sniði frá því sem tíðkast hefur flest undanfarin ár.

Dagskrá:
Föstudagur 14. apríl kl. 19:00, 1-3. umferð.
Laugardagur 15. apríl kl. 11:00, 4-7. umferð.
Sunnudagur 16. apríl kl. 10.00, 8-9. umferð.

Hraðskákmót Norðlendinga að lokinni 9. umferð.

VÆNTANLEGIR KEPPENDUR ATHUGID að fjöldi umferða miðar við það að keppendur verði a.m.k. 20. Mótshaldari getur ákveðið að fækka umferðum um eina eða tvær ef keppendur verða færri.

Umhugsunartími: 15-10 (atskákir). Í hraðskákmótinu 3-2.

Verðlaun:
1. sæti  kr. 55.000
2. sæti  kr. 30.000
3. sæti  kr. 20.000
Stuðst verður við Hort-kerfið þegar verðlaunum er skipt.

Öllum er heimil þátttaka og allir keppendur eiga tilkall til peningarverðlauna. Teflt er um þrjá meistaratitla:
Skákmeistari Norðlendinga
Skákmeistari Norðlendinga í unglingaflokki (f. 2007 og síðar)
Hraðskákmeistari Norðlendinga.
Aðeins þeir keppendur sem á lögheimili á Norðurlandi geta unnið þessa titla.
Núverandi Skákmeistari Norðlendinga (og hraðskákmeistari) er Áskell Örn Kárason.

Mótið reiknast til alþjóðlegra atskák- og hraðskákstiga.

Þátttökugjald er kr. 4.000, kr. 2.000 fyrir börn f. 2007 og síðar.

Þátttöku má tilkynna í netfangið askell@simnet.is, og í gula kassann á skak.is

- Auglýsing -