Íslandsmeistarar - Vatnsendaskóli

Skemmtilegri skákhelgi lauk í Rimaskóla á sunnudeginum þegar Vatnsendaskóli vann æsispennandi Íslandsmóti grunnskólasveita.

20 sveitir með keppendur í 8-10. bekk öttu kappi og inn á milli var nóg af yngri krökkum sem áttu fullt erindi í þá eldri.

Eftir æsispennandi keppni voru 3 sveitir í sérflokki sem allar unnu 6 viðureignir af 7 og aðeins munaði 1 heildarvinningi!

Í lokaumferðinni hlaut Vatnsendaskóli 4 vinninga á meðan Landakotsskóli missti niður vinning í sinni viðureign. Auðvelt hefði verið eftirá að týna til augnablik þar sem vinningar hefði getað skipt um eigendur. Lindaskóli missti t.a.m. niður heilan vinning í viðureign sinni við Landakotsskóla með klaufaskap.

Landakotsskóli og Lindaskóli voru jafnir með 22 vinninga og þurftu að tefla einvígi um 2. sætið sem gefur rétt á þátttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita. Lindaskólastrákarnir voru í miklu stuði þar, tefld var tvöföld umferð og vann Lindaskóli 3-1 í fyrri og tryggðu sig áfram með 2-2 í seinni umferðinni. Frábær árangur hjá Lindaskóla en þeir voru með sama lið og vann barnaskólamótið deginum áður og því yfirleitt allir mun yngri en andstæðingar sínir.

  1. Vatnsendaskóli
  2. Landakotsskóli
  3. Lindaskóli
Íslandsmeistarar – Vatnsendaskóli

Hlutskarpastir landsbyggðarliða voru lið Brekkuskóla, í raun var lokaniðurstaðan sú sama og hjá barnaskólasveitunum.

  1. Brekkuskóli
  2. Flúðaskóli
  3. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Brekkuskólamenn sáttir

Besta B-sveitin var frá Breiðholtsskóla

Breiðholtsskóla strákarnir flottir á því!

Einstaklingsverðlaun féllu þannig:

  1. borð – Adam Omarsson (Landakotsskóli) og Mikael Bjarki Heiðarsson (Vatnsendaskóli) 6,5 vinningur af 7
  2. borð – Iðunn Helgadóttir (Landakotsskóli) 7 vinningar af 7
  3. borð – Engilbert Eyþórsson (Lindaskóli) 6 vinningar af 7
  4. borð – Örvar Hólm Brynjarsson (Lindaskóil) 6 vinningar af 7
Einstaklingsverðlaunahafar með vinning frá Skákbúðinni

Sérstakar þakkir fá Rimaskóil og Helgi Árnason fyrir glæsilega aðstöðu til mótahaldsins ásamt veitingasölu. Starfslið stóð sig einnig einstaklega vel, skemmtileg skákhelgi að baki, fram til sigurs!

 

Myndir á FB
Mótið á chess-results

- Auglýsing -