Skemmtilegri skákhelgi lauk í Rimaskóla á sunnudeginum þegar Vatnsendaskóli vann æsispennandi Íslandsmóti grunnskólasveita.
20 sveitir með keppendur í 8-10. bekk öttu kappi og inn á milli var nóg af yngri krökkum sem áttu fullt erindi í þá eldri.
Eftir æsispennandi keppni voru 3 sveitir í sérflokki sem allar unnu 6 viðureignir af 7 og aðeins munaði 1 heildarvinningi!
Í lokaumferðinni hlaut Vatnsendaskóli 4 vinninga á meðan Landakotsskóli missti niður vinning í sinni viðureign. Auðvelt hefði verið eftirá að týna til augnablik þar sem vinningar hefði getað skipt um eigendur. Lindaskóli missti t.a.m. niður heilan vinning í viðureign sinni við Landakotsskóla með klaufaskap.
Landakotsskóli og Lindaskóli voru jafnir með 22 vinninga og þurftu að tefla einvígi um 2. sætið sem gefur rétt á þátttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita. Lindaskólastrákarnir voru í miklu stuði þar, tefld var tvöföld umferð og vann Lindaskóli 3-1 í fyrri og tryggðu sig áfram með 2-2 í seinni umferðinni. Frábær árangur hjá Lindaskóla en þeir voru með sama lið og vann barnaskólamótið deginum áður og því yfirleitt allir mun yngri en andstæðingar sínir.
- Vatnsendaskóli
- Landakotsskóli
- Lindaskóli

Hlutskarpastir landsbyggðarliða voru lið Brekkuskóla, í raun var lokaniðurstaðan sú sama og hjá barnaskólasveitunum.
- Brekkuskóli
- Flúðaskóli
- Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Besta B-sveitin var frá Breiðholtsskóla

Einstaklingsverðlaun féllu þannig:
- borð – Adam Omarsson (Landakotsskóli) og Mikael Bjarki Heiðarsson (Vatnsendaskóli) 6,5 vinningur af 7
- borð – Iðunn Helgadóttir (Landakotsskóli) 7 vinningar af 7
- borð – Engilbert Eyþórsson (Lindaskóli) 6 vinningar af 7
- borð – Örvar Hólm Brynjarsson (Lindaskóil) 6 vinningar af 7

Sérstakar þakkir fá Rimaskóil og Helgi Árnason fyrir glæsilega aðstöðu til mótahaldsins ásamt veitingasölu. Starfslið stóð sig einnig einstaklega vel, skemmtileg skákhelgi að baki, fram til sigurs!
Myndir á FB
Mótið á chess-results