Gauti er íslensku keppendanna.

Fimm Íslendingar tefla á alþjóðlegu móti sem nú er í gangi á Helsingjaeyri í Danmörku. Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2364) er sá eini sem hóf taflmennsku í gær en hann teflir í GM-flokki. Hann fékk hálfan vinning í tveimur skákum á degi 1

Aðrir hófu taflmennsku núna kl. 8 í morgun. Stefán Steingrímur Bergsson (2186) teflir í meistaraflokki I, Gauti Páll Jónsson (2054) í meistaraflokki III, Páll Þórsson (1710) í Kronborgflokki III og Davíð Stefánsson (1671) í Kronborg-flokki IV.

Í flokki Björns eru tefldar 9 umferðar í 5 dögum en hinir tefla 7 umferðir á 4 dögum. Túrbó-mót. Teflt er í fámennum flokkum og segja má að fyrirkomulagið að því leyti líkist Haustmótinu. Draumamót áhagenda flokkaskiptingar.

 

- Auglýsing -