Þrír af Íslendingunum í Uppsala eru nú jafnir í 3-5. sæti á árlegu unglingamóti í Svíþjóð. Fjórða umferð fór fram í dag og var gengi Íslendingana upp og niður.
Vignir Vatnar hafði hvítt á fyrsta borði gegn stigahæsta manninum GM David Gavrilescu (2534) og niðurstaðan varð nokkuð gleðisnautt jafntefli. Adam Omarsson tapaði gegn Hampus Sörensen (2470) með hvítu en Aleksandr vann sína skák gegn Vidar Seiger (1908). Eftir þessi úrslit hafa þeir allir 2,5 vinning og eru hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.
Stephan Briem vann sína skák og hefur 2 vinninga. Alexander Oliver Mai hefur ekki náð sér á strik og tapaði sinni skák og hefur 1 vinning.
Tvær umferðir eru á morgun. Skytturnar þrjár í efstu sætunum fá allir svart en eru jafnframt stigahærri í sínum skákum þannig að okkar menn ættu að sækja á á morgun!
Alls eru 22 ungir og efnilegir skákmenn mættir til leiks og Íslands á fimm fulltrúa 10. unglingamótinu í Uppsala. Íslendingar hafa sótt mótið vel frá upphafi og forkólfur mótsins Carl Frederik Johansson átt gott samstarf og reynst Íslendingum vel.
Vignir Vatnar Stefánsson (2484)
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2392)
Stephan Briem (2144)
Alexander Oliver Mai (2118)
Adam Omarsson (1946)
Vignir er númer tvö í stigaröðinni en stigahæstur er stórmeistarainn David Gavrilescu (2534) frá Rúmeníu.
- Heimasíða mótsins
- Mótið á chess-results
- Beint á lichess
- Beint á chess.com
















