Jón Adólf Pálsson er látinn 93 ára að aldri. Jón var sterkur skákmaður og tefldi meðal annars í landsliði Íslands sem tók þátt í ólympíuskákmótinu í Varna í Búlgaríðu árið 1962 og í landsliðsflokki Skákþings Íslands 1972. Hann var afskaplega sterkur bréfskákmaður.

Hann var formaður Taflfélags Reykjavíkur 1956-57. Sá sem þetta ritar minnist Jón Pálssonar með hlýhug. Hann kenndi á unglingaæfingum í TR um langt árbil og var ákaflega góður og þægilegur fyrirlesari og skákkennari sem gott og gaman var að hlusta á.

Aðstandendum votta ég samúð mína.

 

- Auglýsing -