Fjórir Íslendingar hófu í dag leik á EM í at- og hraðskák sem fer fram í Króatíu að þessu sinni. Íslendingarnir sem lögðu land undir fót og taka þátt eru: GM Hannes Hlífar Stefánsson, GM Helgi Áss Grétarsson, GM Jóhann Hjartarson og Gauti Páll Jónsson.

Fyrstu tveir keppnisdagarnir eru EM í atskák en seinni tveir er EM í hraðskák.

439 keppendur hófu leik á EM í atskák í dag þar sem tefldar voru 6 umferðir af þeim 11 sem tefldar verða í atskákinni.

Hannes er stigahæstur Íslendingana á atskákstigum en byrjaði mótið illa og tapaði fyrir tveimur stigalágum Króötum. Þrjár vinningsskákir fylgdu í kjölfarið en svo kom tap í sjöttu umferð og Hannes hefur 3 vinninga af 6.

Jóhann byrjaði einnig nokkuð rólega og fékk 1,5 úr 3 fyrstu skákunum gegn stigalægri andstæðingum. Tvær sigurskákir komu í kjölfarið en svo tap í sjöttu umferð gegn Luka Skuhala.

Helgi Áss náði mesta flugi Íslendinganna á degi eitt í atskákinni. Helgi byrjaði með 2,5 af 3 og lagði svo stórmeistara í fjörðu umferðinni. Tékkneskur landsliðsmaður.

Helgi refsaði andstæðingi sínum fyrir slaka byrjanataflmennsku og vann snemma af honum mann og eftirleikurinn varð auðveldur.

Mótið hér farið að líta þokkalega út hjá Helga og í sjálfu sér var jafntefli í 5. umferðinni með svörtu gegn stórmeistara ekki slæm úrslit. Hinsvegar lítur út fyrir að Helgi hafi samið jafnteflið í vinningsstöðu.

Í útsendingu stendur að Helgi hafi leikið 37…Dg5+ og jafntefli skráð. 37…Hh1 hefði hinsvegar verið mjög sterkt. Hugmyndin er að skáka næst á g5 og leika svo hrók á h4. Hvítur virðist varnarlaus.

Í sjöttu umferð var Helgi aftur í beinni og átti fína séns gegn Hrovje Stevic.

Hér hefði 28.Hf3 verið vænlegt, hvítur vinnur manninn til baka. Þess í stað lék Helgi 28.cxd5 Bxd3 og taflið var í dýnamísku jafnvægi. Helgi hefði líkelgast átt að ná jafnteflinu en stöðunni fór að hraka í endataflinu og Helgi varð að lúta í dúk.

Gauti komst á sýningarborð í fyrstu umferð gegn hinum þrælsterka og margreynda landsliðsmanni Azera, Eltaj Safarli. Gauti komst mjög vel frá skákinni en gaf líklegast andstæðingi sínum of mikið kredit í 23. leik og sá einhverja drauga.

Lokaumferðirnar fimm í atskákinni fara fram á morgun og svo tekur hraðskákin við.

- Auglýsing -