Meistaramót Skákskóla Íslands  – Ungmennameistaramot Íslands Íslands (u22) var að hefjast nú í kvöld með 1. umferð. Mótið verður haldið dagana 14.–17. desember og teflt í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12. Sigurvegarinn, tryggir sér keppnisrétt í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands 2024.

Hægt er að sjá skákir beint á lichess og eins er streymi frá efsta borði á Twitch.

Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskólans lék fyrsta leikinn fyrir Hilmi Freyr sem er ríkjandi meistari. Drottningarpeðið var fært fram um tvo leiki!

Dagskrá:

  1. umferð, kl. 18, fimmtudaginn 14. desember
  2. umferð, kl. 18, föstudaginn 15. desember .
  3. umferð kl.: 11, laugardaginn 16. desember
  4. umferð kl.: 16, laugardaginn, 16. desember
  5. umferð kl.: 11, sunnudaginn 17. desember
  6. umferð kl.: 16, sunnudaginn, 17. desember

 

- Auglýsing -