Sterkt og skemmtilegt hraðskákmót fór fram í gær á Snooker og pool í Lágmúla. Voru þeir mótshaldarar í samstarfi við VignirVatnar.is og var þéttsetið í móti þar sem slegist var um sætin 40 sem í boði voru á mótinu.

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson hóf mótið af krafti og vann sex fyrstu skákir sínar! Það var ekki fyrr en í sjöundu umferð sem að Hilmir Freyr Heimisson náði að stöðva Helga. Fyrir lokaumferðina var Helgi efstur ásamt Arnari Milutin Heiðarssyni með 7 vinninga en Arnar átti alveg hreint glimrandi mót. Í lokaumferðinni lagði hinsvegar Hilmir Freyri Arnar að velli og David Kolka hjálpaði Hilmi með því að leggja Helga Áss að velli og Hilmir því einn í efsta sæti!

Helgi tók annað sætið á stigum en Arnar endaði í þriðja sæti og hækkaði um heil 54 hraðskákstig!

Óttar Örn Bergmann Sigfússon hækkaði manna mest og bætir 157 hraðskákstigum við sig!

Jóhanna varð efst í flokki U2000 en Sigurður Páll Guðjónsson varð bestur stigalausra (hraðskákstig).

Mótið gekk vel fyrir sig og von er á fleiri mótum á Snooker og Pool á næstunni!

Arnar átti mjög gott mót!
Kiddi video lætur sig yfirleitt ekki vanta á skákmót!
Alexander Oliver Mai rúllaði upp skákstjórn á mótinu og stóð sig með stakri prýði!

Helgi Áss gegn Domalchuk
Pétur frá Snoker og pool tók þátt í mótinu

Mótið á Chess-Results

- Auglýsing -