Íslensku stúlkurnar á síðasta NM stúlkna. Allar taka þær þátt núna en sjö nýjar bætast við!

Það er heldur betur nóg að gera í íslensku skáklífi þessa dagana! Norðurlandamót stúlkna fer fram helgina 26.-28. apríl í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Þátt taka 40 stúlkur og þar af 13 íslenskar!

A-flokkur (u20)

Tíu keppendur taka þátt. Fulltrúi Íslands er reynsluboltinn. Iðunn Helgadóttir (1813) sem teflir í fyrsta skipti í a-flokki

Mótið á Chess-Results

B-flokkur (u16)

14 keppendur taka þátt og Ísland fimm fulltrúa. Reynsluboltinn Guðrún Fanney Briem er stigahæst fulltrúa okkar í b-flokki. Auk hennar taka þátt Katrín María Jónsdóttir, Margrét Kristín Einarsdóttir, Sóley Kría Helgadóttir og Hrafndís Karen Óskarsdóttir. Allar að tefla á sínu fyrstu Norðurlandamóti nema Katrín María.

Mótið á Chess-Results

C-flokkur (u13)

16 keppendur taka þátt og þar á Ísland 7 fulltrúa. Fulltrúar Íslands eru Silja Rún Jónsdóttir (1509), Emilía Embla Berglindardóttir (1505), Sigrún Tara Sigurðardóttir (1468), Elsa Margrét Aðalgeirsdóttir, Tara Líf Ingadóttir, Halldóra Jónsdóttir og Emilía Sigurðardóttir.

Mótið á Chess-Results

Fyrsta umferð verður tefld kl. 18 á föstudaginn. Mótinu verður svo framhaldið á laugardag og sunnudag með umferðum kl. 9 og 15. Alls eru tefldar fimm umfeðir.

Mótinu verður gerð betri þegar nær dregur og að sjálfsögðu fylgst vel með gangi mála á meðan móti gengur.

- Auglýsing -