Íslenski hópurinn við upphaf 1. umferðar

Norðurlandamót stúlkna í skák fer fram um helgina í húsnæði TR í Faxafeni. 13 íslenskar stúlkur taka þátt í keppninni.

A flokkur

Iðunn vann góðan sigur gegn hinni finnsku Kallunki. Sú finnska tapaði peði eftir byrjunina en upp komu miklar flækjur í kjölfarið. Iðunn reyndist klókari en andstæðingur sinn og vann lið í flækjunum. Eftirleikurinn var auðveldur og Iðunn er áfram í toppbaráttunni með 3 af 4.

B flokkur

Guðrún Fanney var með heldur verri stöðu framan af skák og á tímabili leit staðan illa út. Bæði hafði hvítur yfirburði og auk þess var Guðrún orðin mjög tæp á tíma. Hún barðist þó vel og það fór að saxast á tíma þeirrar norsku. Í endataflinu fékk Guðrún skyndilega hörkufæri og öll úrslit voru möguleg. Skákin endaði að lokum með jafntefli.
Margrét Kristín fékk ágæta stöðu eftir byrjunina en opnaði taflið of snemma sem gaf andstæðingi hennar færi á liðsvinningi. Sú norska var ekki í vandræðum með að innbyrða vinninginn eftir það.

Sóley Kría og Katrín María mættust í umferð dagsins. Staðan var í jafnvægi framan af en í miðtaflinu vann Katrín María skiptamun sem nægði til sigurs.
Hrafndís Karen tapaði liði fljótlega eftir byrjunina og átti litla von um frekari baráttu eftir það.

C flokkur

Emilía Embla tefldi hörkuskák gegn Zhong hinni sænsku. Skákin var í jafnvægi lengi vel en báðar fengu þær sín færi á tímabili. Eftir mikla baráttu endaði skákin með þráskák og jafntefli.
Sigrún Tara 
fékk ágæta stöðu eftir byrjunina en opnaði taflið á kóngsvængnum í stað þess að sækja fram á drottningarvæng. Í kjölfarið urðu yfirburðir hvíts of miklir og Sigrún Tara tapaði.

Halldóra vann góðan sigur á Elli-Sofie frá Danmörku. Upp kom dreka-afbrigðið í Sikileyjarvörn og eftir uppskipti á miðborðinu seildist sú danska eftir c-peði Halldóru. Með réttu áttu svartur að fá vænlegt endatafl en gerði mistök í útreikningi og Halldóra vann skiptamun. Þá gafst sú danska upp en hefði í raun átt að berjast áfram. Engu að síður góður sigur hjá Halldóru.
Silja Rún fékk mun betra tafl í skák sinni gegn hinni færeysku Lin. Hún var liði yfir þegar henni varð á yfirsjón og lék sig í mát.

Tara Líf og Elsa Margrét mættust í umferðinni. Elsa hafði yfirhöndina framan af en Tara Líf náði að snúa dæminu við og vann með kóngssókn.
Emilía S. tapaði gegn hinni færeysku Morkore í ótefldri skák.

Lokaumferð mótsins hefst kl. 15:00. Allar skákir í beinni eins og áður.

Heimasíða mótsins
Chess-results
Beinar útsendingar

- Auglýsing -