Vignir Vatnar Stefánsson gerði jafntefli í lokaumferðinni á Budapest Spring Festival þegar hann mætti serbneska alþjóðlega meistaranum Stefan Tadic (2398). Þeir skildu jafnir eftir baráttuskák, skákin var ekki sýnd beint.
Vignir endaði því mótið með 5,5 vinning af 9 mögulegum og hækkaði um tæp 3 elóstig fyrir árangurinn. Eftir mótið er Vignir rétt undir 2500 elóstiga múrnum. Vignir heldur brátt áfram taflmennsku í Evrópu og mun Skak.is að sjálfsögðu fylgjast með!
Sigurbjörn Hermannsson (1861) tefldi í b-flokki og lauk leik með 2,5 vinning úr 8 tefldum skákum. Sigurbjörn tapar stigum á mótinu en kemur heim reynslunni ríkari!
- Auglýsing -















