Heimsmeistaramót Ungmenna í flokkum U18, U16 og U14 hélt áfram í gær í Florianopolis í Brasilíu. Ísland á einn keppenda á mótinu en Josef Omarsson (2047) tekur þátt í U14 flokknum. Josef er númer 31 í stigaröð af 118 keppendum. Josef hafði 4 vinning eftir 6 umferðir.

Josef hafði hvítt gegn gegn Serbanum Bosko Stefanovic (2124) í skák sjöundu umferðar. Andstæðingur Josefs teldi sideline og lenti Josef í smá skítatrikki snemma.

Josef hrókaði hér og lenti í …Bc2! og þar sem …Hxf3 er að koma er hvítur eiginlega með tapað tafl. Josef náði að berjast í 30 leiki í viðbót en tap varð niðurstaðan.

Í 8. umferð mun Josef mæta Bandaríkjamanninum Michael Li (1964) með svörtu.

Umferðir hefjast að jafnaði um 18:00 að íslenskum tíma og útsendingar 18:15.

- Auglýsing -