Landsliðskonan Guðrún Fanney Briem stóð sig vel á hraðmóti á eyjunni Wight nálægt Portsmouth á Englandi – Wightlink Isle of Wight heitir mótið. Um er að ræða flokkaskipta skákhátið en auk mótanna er einnig fjöldi hraðskákmóta á dagskrá. Guðrún tók þátt í u2000 flokknum.

Guðrún var númer 29 í stigaröðinni en gerði gott betur og endaði í 5-7. sæti með 4,5 vinning af 6 mögulegum. Guðrún fór taplaus í gegnum mótið og gerði m.a. jafntefli við hina reyndu finnsku landsliðskonu Heini Puuska. Fyrir þennan árangur hlaut Guðrún bæði kvennaverðlaun og verðlaun fyrir bestan árangur miðað við stig. Guðrún hækkar um 32 FIDE-stig fyrir árangurinn!

Hér er skák Guðrúnar úr 4. umferð þar sem hún refsaði passífri taflmennsku svarts.

- Auglýsing -