Landsliðskonan Guðrún Fanney Briem hélt áfram góðu gengi á hraðmóti á eyjunni Wight nálægt Portsmouth á Englandi – Wightlink Isle of Wight. Guðrún hafði áður endaði í 5-7. sæti með 4,5 vinning af 6 mögulegum í U2000 flokki nokkrum dögum áður. Í kjölfarið tók vaið annað mót, „Open“ hluti mótsins, fimm umferðir og Guðrún stóð sig með prýði þar.
Í fimm umferðum tapaði Guðrún ekki skák, gerði kannski fullmörg jafntefli (4), en kom í rásmarkið með 3 vinninga.
Í fyrstu umferð mætti Guðrún 1900-stiga Pólverja og tefldi traust, hafði alltaf „betra í blöðunum“ eins og sumir kalla það og taphættan eiginlega engin. Traust jafntefli.
Í 2. umferð var komið að skák við 1800+ heimakonu. Aftur má segja að taphættan hafi verið lítil. Guðrún missteig sig aðeins með því að gefa eftir spennuna á miðborðinu í byrjuninni en fékk betra miðtafl en náði ekki að nýta sér það með draumariddara á d5-reitnum.
Í 3. umferð hafði Guðrún hartnær unnið tafl lengst af skákar en náði ekki að klára dæmið, traust en vantaði slagkraftinn!
Eini sigurinn kom í 4. umferð en þar afgreiddi Guðrún andstæðing sinn laglega á hvítu reitunum en Herra Singh tefldi hálf linkulega með hvítu og fékk það sem hann átti skilið!
Í fimmtu umferð kom enn eitt jafnteflið og var það kannski í styttri kantinum en taflmennskan mjög traust.
Guðrún bætir við sig 30 elóstigum á seinna mótinu og kemur því alsæl og með góðan elóstigagróða í farteskinu eftir taflmennskuna á Bretlandseyjum!















