Fjölnismenn að taka við sigurlaununum

Fjölnismenn halda áfram að sigla lygnan sjó í átt að titilvörn sinni á Íslandsmóti Skákfélaga. Fjölnismenn lögðu TG að velli en á sama tíma töpuðu einu sveitirnar sem áttu fræðilegan möguleika á að ná Fjölnismönnum, TR og KR bæði sínum viðureignum. Fjölnismenn hafa 5 stiga forskot og þörf er á kraftaverki svo þeir verji ekki Íslandsmeistaratitil sinn.

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2024-25 hófst í kvöld í Rimaskóla með sjöttu umferð í úrvalsdeild. Annað kvöld fer fram sjöunda umferð. Aðrir deildir hefjast á laugardaginn.

Tímasetning Úrvalsdeild Aðrar deildir
Fimmtud., 27. feb. kl. 19:00 6. umf.
Föstud., 28. feb. kl. 19:00 7. umf.
Laugard., 1. mars, kl. 11:00 8. umf. 5. umf.
Laugard., 1. mars, kl. 17:30 9. umf. 6. umf.
Sunnud., 2. mars, kl. 11:00 10. umf. 7. umf.

Úrslit 6. umferðar urðu eftirfarandi:

TG-ingar börðust vel og gaman var að sjá núverandi og fyrrverandi landsliðskonur standa fyrir sínu!

Breiðablik vann stórsigur á löskuðu liði Taflfélags Reykjavíkur en lið Taflfélags Vestmannaeyja náðu í úrslit umferðarinnar þegar þeir lögðu KR óvænt að velli. Skemmtilegur viðsnúningur í skák Björns Þorfinnssonar gegn Hannesi Hlífari var þar lykillinn að sigrinum.

Því miður virðist mesta spennan dottin úr keppninni strax eftir eina umferð. En fjórar umferðir eru þó eftir í úrvaldsdeild og margt sem á eftir að gerast á skákborðinu!

 

- Auglýsing -