Eins og áður hefur komið fram á Skak.is hafa Fjölnismenn þegar tryggt sér sigur á Íslandsmóti skákfélaga og það með miklum yfirburðum. Fjölnismenn hafa unnið allar sínar viðureignir. Spenna er í flestum öðrum deildum.
Úrvalsdeild:
Spennan var lítil á laugardeginum þar sem Fjölnir tryggði sigurinn með því að leggja Blika í 8. umferð, fyrri umferð dagsins. Vestmannaeyjar lögðu Garðbæinga og hafa tryggt veru sína í deildinni að ári, TG falla um deild.
KR fær silfrið landi þeir sigri gegn Breiðablik en Taflfélag Reykjavíkur á möguleika á silfrinu leggi Blikar KR-inga að velli. TR fær lágmark bronsmedalíu leggi þeir TG að velli.

- deild
Víkingaklúbburinn hafði betur í sjöttu umferð gegn Skákfélagi Akureyrar og tefla í Úrvalsdeild að ári nema að þeir lendi í stórslysi í lokaumferðinni. Reyndar athyglisvert í ljósi þess að sveitin gaf sætið eftir í upphafi tímabils!

Marcus Harvey lagði Jóhann og Páll náði í sigur gegn Jóni. Öðrum skákum lauk með jafntefli.

2. deild
C-sveit TR er örugg upp og Fjölnir ættu að fylgja.
3. deild
Dímon fara upp um deild annað árið í röð nema einhver röð kraftaverka í lokaumferðinni stoppi það. KR-c ætti einnig að fara upp.

4. deild
Hörð barátta er í 4. deild. Skákfélag Íslands er efst og Snooker og Pool í öðru sæti. Þessar sveitir mætast í lokaumferðinni og því gæti sveit með 9 vinninga stolið sæti í 3. deild!

Ýmsir tenglar:
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Skáklög Skáksambands Íslands (12. grein)
- Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga















