Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2444) hefur lokið leik á alþjóðlegu móti í Bad Wörishofen í Þýskalandi. Hannes endaði með 6 vinninga af 9 mögulegum og endaði í 8-18. sæti.
Eftir hjásetuna og viðureignina við Helga Ólafs, kom jafntefli við Stephen Dissman og svo skildusigur gegn Dustin Moeller. Hannes tapaði í kjölfarið gegn Leyu Garifullinu og endaði svo mótið með 2 af 3. Hannes tapar um 5 stigum á mótinu.

Hannes tefldi í A-flokki þar sem 110 keppendur tóku þátt og þar af átta stórmeistarar. Hannes var fimmti í stigaröð keppenda. Ekki var boðið upp á beinar útsendingar í þessu níu umferða móti.
- Auglýsing -















