Skólaskákmót Kópavogs fór fram dagana 25-26 mars. Mótið var haldið við góðar aðstæður í Breiðabliksstúkunni og sá Skákfélag Breiðabliks um skipulag mótsins. Keppt var í sex aldursflokkum og af þeim voru þrír flokkar sem gáfu  sæti á Landsmótinu í Skólaskák sem fer fram í byrjun maí á Ísafirði.

5-7 bekkur

Í 5-7 bekkjar mótinu voru tefldar 6 skákir. Tvö efstu sætin gáfu sæti á Landsmótinu.  Tveir keppendur voru þar í sérflokki þeir Örvar Hólm og Birkir Hallmundason. Gerðu þeir aðeins jafntefli í innbyrðis skák. Eftir stigaútreikning reyndist Birkir hærri á stigum. Liam Nam náði síðan óskiptu sæti með 4.vinninga.

🥇Birkir Hallmundarson 5,5 (20,5)

🥈Örvar Hólm Brynjarsson 5,5 (18,5)

🥉Liam Nam Tran 4

1-2.bekkur

Hjá fyrsta til öðrum bekk voru tefldar 5. skákir. Í þessum flokki var það Alexander Dagur sem varð efstur með fullu húsi. Í öðru og þriðja sæti voru það síðan bræðurnir Lúkas og Willam Stefánssynir.

🥇Alexander Dagur Sigþórsson 5

🥈Lúkas Stefánsson 4

🥉William Stefánsson 3

1.bekkur (peðaskák)

Eftir hádegið fór fram mót 1.bekkinga. Í þessu móti fór fram önnur tegund af skák svokölluð peðaskák þar sem markmiðið er að koma peðinu upp í borð hjá andstæðingnum. Eftir 5.umferðir endaði Arnar Sverrison efstur með 3,5 vinning. Bjartur Ernir og Viktor enduðu báðir jafnir með 3.vinninga. Ákveðið var að tefla um verðlaunasætin. Fyrri skák þeirra endaði jafntefli en í þeirri seinni hafði Viktor betur.

🥇Arnar Sverrisson Frýdal 3.5

🥈Viktor Kriss 3

🥉Bjartur Ernir Elmarsson 3

8-10.bekkur

Á seinni deginum var byrjað hjá eldri hópnum í 8-10 bekk og telfdar 6 skákir. Í þessum flokki gáfu tvö efstu sætin þátttökurétt á Landsmótinu. Mikael Bjarki vann mótið sannfærandi með fullu húsi. Í öðru sæti var Sigurður Páll með 5. vinninga og Guðrún Fanney með 4.

🥇Mikael Bjarki Heiðarsson 6

🥈Sigurður Páll Guðnýjarson 5

🥉Guðrún Fanney Briem 4

 

4.bekkur

Í 4 bekk voru tefldar 5 skákir og tvö efstu sætin gáfu rétt á landsmótinu. Var það Dawid Berg sem sigraði flokkinn sannfærandi með fullu húsi. Á eftir honum í 2-5 sæti komu Marey, Elías, Ronja Áskatla og Alexander Dagur öll með 3.vinninga. Eftir stigaútreikning reyndust Marey og Elías efst á stigum en Marey varð ofar vegna sigurs í innbyrðis skák þeirra.

🥇Dawid Berg Charynski 5

🥈Marey Kjartansdóttir 3

🥉Elías Hjaltalín Andrason 3

3.bekkur

Eftir hádegi var seinasti hópurinn sem var 3.bekkur. Þar var ákveðið að tefla tvöfalda umferð allir við alla. Eftir 6 skákir var Ylur efstur með 6.vinninga. Eftir honum komu Kateryna með 4 og Þorgrímur með 2 vinninga.

🥇Ylur Xiuwen Chen Vidarsson 6

🥈Kateryna Melnykova 4

🥉Þorgrímur Aðalgeirsson 2

Úrslitasíðu allra mótana má sjá á Chess results

- Auglýsing -