Íslandsmeistarar Hvaleyrarskóla ásamt liðsstjóra og varaforseta.

Hvaleyrarskóli úr Hafnarfirði er Íslandsmeistari grunnskólasveita eftir æsispennandi keppni sem fram fór á sunnudaginn. Vatnsendaskóli varð í öðru skóli og afar óvænt í þriðja sæti varð Húnaskóli úr Húnabyggð.

Það var snemma ljóst að baraáttan yrði á milli Hvaleyrarskóla og Vatnsendaskóla. Svo fór að fyrir lokaumferðina munaði aðeins einum vinningi. Svo fór að Hvaleyrarskóli vann 3-1 á meðan Vatnsendaskóli gerði 2-2 jafntefli. Það voru því Hafnfirðingar sem hömpuðu sigri að þessu sinni.

Sveit Hvaleyrarskóla skipuðu:

  1. Tristan Nash Alguno Openia
  2. Milosz Úlfur Olszewski
  3. Kristófer Árni Egilsson
  4. Katrín Ósk Tómasdóttir

Liðsstjóri var Ægir Magnússon.

Silfursveit Vatnsendaskóla ásamt varaforseta.

Skáksveit Vatnendaskóla skipuðu:

  1. Mikael Bjarki Heiðarsson
  2. Jóhann Helgi Hreinsson
  3. Arnar Logi Kjartansson
  4. Guðmundur Orri Sveinbjörnsson
  5. Aðalsteinn Egill Ásgeirsson

Árangur Húnaskóla er heldur betur eftirtektarverður en sveitin sló við t.d. sterkri sveit Rimaskóla sem vann barnaskólamótið degi áður. Lítið skáklíf verið í Húnabyggð sjálfri en öflugt skákstarf hefur verið í skólanum sem er heldur betur að skila sér. Sveit Húnaskóla skipuðu:

Skáksveit Húnaskóla tók bæði bronsið og varð efst landsbyggðarsveita!
  1. Robin Peter Erlendsson Weinert
  2. Eyjólfur Örn Þorgilsson,
  3. Ari Ingvarsson
  4. Aron Örn Ólafsson

Liðsstjóri var Unnar Árnason.

B-sveit Vatnsendaskóla.

Vatnsendaskóli varð bestur b-liða.

C-sveit Rimaskóla

Rimaskóli tók verðlaun fyrir bestan árangur c-liða.

Barnaskólinn Eyrarbakka og Stokkeyrar varð í öðru sæti landsbyggðarsveita á eftir Húnaskóla.

Lokastaðan á Chess-Results. 

Eftirtaldir hlutu árangursverðlaun á mótinu.

  1. Borðaverðlaunahafar

    borð: Tristan Nash (Hvaleyrarskóla) 7 v. og Bjartur Þórisson (Austurbæjarskóla) 6 v.

3. broð: Kristófer Árni Egilsson (Hvaleyrarskóla) 7 v.

4. borð Tryggi Leó Hendriksson (Helgafellsskóli) 6,5 v. og Ívan Gauti Ívarsson (Eyrarbakki og Stokkseyri) 6 v.

 

- Auglýsing -