Hvaleyrarskóli úr Hafnarfirði er Íslandsmeistari grunnskólasveita eftir æsispennandi keppni sem fram fór á sunnudaginn. Vatnsendaskóli varð í öðru skóli og afar óvænt í þriðja sæti varð Húnaskóli úr Húnabyggð.
Það var snemma ljóst að baraáttan yrði á milli Hvaleyrarskóla og Vatnsendaskóla. Svo fór að fyrir lokaumferðina munaði aðeins einum vinningi. Svo fór að Hvaleyrarskóli vann 3-1 á meðan Vatnsendaskóli gerði 2-2 jafntefli. Það voru því Hafnfirðingar sem hömpuðu sigri að þessu sinni.
Sveit Hvaleyrarskóla skipuðu:
- Tristan Nash Alguno Openia
- Milosz Úlfur Olszewski
- Kristófer Árni Egilsson
- Katrín Ósk Tómasdóttir
Liðsstjóri var Ægir Magnússon.

Skáksveit Vatnendaskóla skipuðu:
- Mikael Bjarki Heiðarsson
- Jóhann Helgi Hreinsson
- Arnar Logi Kjartansson
- Guðmundur Orri Sveinbjörnsson
- Aðalsteinn Egill Ásgeirsson
Árangur Húnaskóla er heldur betur eftirtektarverður en sveitin sló við t.d. sterkri sveit Rimaskóla sem vann barnaskólamótið degi áður. Lítið skáklíf verið í Húnabyggð sjálfri en öflugt skákstarf hefur verið í skólanum sem er heldur betur að skila sér. Sveit Húnaskóla skipuðu:

- Robin Peter Erlendsson Weinert
- Eyjólfur Örn Þorgilsson,
- Ari Ingvarsson
- Aron Örn Ólafsson
Liðsstjóri var Unnar Árnason.

Vatnsendaskóli varð bestur b-liða.

Rimaskóli tók verðlaun fyrir bestan árangur c-liða.
Barnaskólinn Eyrarbakka og Stokkeyrar varð í öðru sæti landsbyggðarsveita á eftir Húnaskóla.
Eftirtaldir hlutu árangursverðlaun á mótinu.
-

Borðaverðlaunahafar borð: Tristan Nash (Hvaleyrarskóla) 7 v. og Bjartur Þórisson (Austurbæjarskóla) 6 v.
3. broð: Kristófer Árni Egilsson (Hvaleyrarskóla) 7 v.
4. borð Tryggi Leó Hendriksson (Helgafellsskóli) 6,5 v. og Ívan Gauti Ívarsson (Eyrarbakki og Stokkseyri) 6 v.
















