Fjölmennt og vel heppnað Suðurnesjamót í skólaskák fór fram í Heiðarskóla þriðjudaginn 1. apríl. 85 keppendur tóku þátt úr grunnskólunum á Suðurnesjum og teflt var í þremur aldursflokkum.
1.-4. bekkur

1. Daníel Atlas Jóhannesson 5 v. Heiðarskóla
2. Esjar Ingi Ragnarsson 4 v. (15 stig) Heiðarskóla
3. Krummi Snær Baldursson 4 v. (14 stig) Heiðarskóla
5.-7. bekkur

- Elvar Þór Sigurðsson 5 v. Myllubakkaskóla
- Aron Zirui Liu 4,5 v. (13 stig) Myllubakkaskóla
- Jakub Piotr Maliszewski 4,5 v. (12,5 stig) Heiðarskóla
8.-10. bekkur

- Tómas Logi Kolbeinsson 5 v. Holtaskóla
- Szymon Sienkiewicz 4,5 v. Myllubakkaskóla
- Salvar Gauti Freyr Stefánsson 4 v. Myllubakkaskóla
Daníel Atlas, Elvar Þór og Tómas Logi hafa allir unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti í skólaskák, sem fram fer á Ísafirði í maí.
Skákstjórar á mótinu voru Björn Ívar Karlsson, Daði Ómarsson og Heimir Páll Ragnarsson. Skólastjórnendum og starfsfólki Heiðarskóla er þökkuð aðstoðin við mótshaldið.
- Auglýsing -















