Hin frábæra Le Kock mótaröð hélt áfram miðvikudagskvöldið 2. júlí. Alla jafna munu þessi mót vera fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði nema það rekist á aðra viðburði. VignirVatnar.is í samstarfi við Le Kock, Deig og Ölvisholt hafa blásið til þessarar stórglæsilegu mótaraðar þar sem glæsileg verðlaun eru í boði!
Að þessu sinni mættu rúmlega 50 skákmenn til leiks á Le Kock á Tryggvagötu og var hart barist! Ljóst er að hart verður barist um sætin á mótaröðinni og mikið var um óvænt úrslit og skráveifur hingað og þangað!
Lokastaðan – efstu menn:
- GM Vignir Vatnar Stefánsson – 9 vinningar
60,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
- Ingvar Wu Skarphéðinsson – 7 vinningar
40,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
- GM Helgi Áss Grétarsson – 6,5 vinningar
20,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
U2000 Verðlaun
Þorsteinn Jakob Þorsteinsson tók U2000 verðlaunin eftir harða baráttu í lokaumferðinni.
U2000: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Efsti konan
Baráttan um kvennaverðlaunin var lengst af á milli Iðunnar Helgadóttir og Lenku Ptacnikovu. Iðunn gaf eftir í lokaumferðunum og Lenka varð hlutskörpust
Efsta konan: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Efsti stigalausi
Katrín Ósk Tómasdóttir átti gott mót og ætti að ná sér í fín hraðskákstig eftir þetta mót!

Efsti stigalausi: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Stig í mótaröðinni eftir þrjú mót
-
GM Vignir Vatnar Stefánsson – 24 stig (X + 12 + 12)
-
IM Björn Þorfinnsson – 19 stig (10 + 7 + 2)
-
GM Hannes Stefánsson – 18 stig (12 + 6 + X)
-
GM Helgi Áss Grétarsson – 16 stig (X + 8 + 8)
-
FM Örn Leó Jóhannsson – 13 stig (X + 10 + 3)
-
Arnar Milutin Heiðarsson – 12 stig (0 + 5 + 7)
-
IM Dagur Ragnarsson – 10 stig (8 + 2 + X)
-
FM Bárður Örn Birkisson – 10 stig (6 + 4 + 0)
-
FM Sigurbjörn Björnsson – 10 stig (4 + 0 + 6)
-
Ingvar Wu Skarphéðinsson – 10 stig (X + X + 10)
-
GM Bragi Þorfinnsson – 8 stig (7 + 0 + 1)
-
Davíð Kolka – 6 stig (0 + 1 + 5)
-
FM Símon Þórhallsson – 5 stig (5 + X + X)
-
IM Dagur Arngrímsson – 4 stig (X + X + 4)
-
FM Róbert Lagerman – 3 stig (3 + 0 + 0)
-
FM Þorsteinn Þorsteinsson – 3 stig (0 + 3 + 0)
-
CM Björn Holm Birkisson – 2 stig (2 + 0 + 0)
-
Benedikt Briem – 1 stig (1 + 0 + 0)
- Baráttan verður hörð um 12 efstu sætin og nokkuð mikill fjöldi sterkra skákmanna sem eiga enn séns á að bætast í hópinn.
➕ Athyglisverðar stigabreytingar:
-
Ingvar Wu Skarphéðinsson +39,2
- Pétur Úlfar Ernisson +78,4!!
-
Arnar Milutin Heiðarsson: +17,4 og nálgst 2300, hraðskáks-FM?
- Lenka Ptacnikova +35,4 aftur yfir 2100 í hraðskák?
Hægt er að skoða allar skákir og einstök úrslit á Chess-Results.
Myndasería frá öðru mótinu (þakkir til Unu Strand)