Hin frábæra Le Kock mótaröð hélt áfram miðvikudagskvöldið 2. júlí. Alla jafna munu þessi mót vera fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði nema það rekist á aðra viðburði. VignirVatnar.is í samstarfi við Le Kock, Deig og Ölvisholt hafa blásið til þessarar stórglæsilegu mótaraðar þar sem glæsileg verðlaun eru í boði!

Að þessu sinni mættu rúmlega 50 skákmenn til leiks á Le Kock á Tryggvagötu og var hart barist! Ljóst er að hart verður barist um sætin á mótaröðinni og mikið var um óvænt úrslit og skráveifur hingað og þangað!

Mótaröðin ætlar að vera skemmtileg. Skak.is hvetur enn og aftur skákmenn til að taka þátt, til að styðja þetta frábæra framtak hjá mótsaðilum og styrktaraðilum og til að skoða matnin á Le Kock. Skákstjórnin tók vængina að þessu sinni en áður hafði borgarinn og fiskrétturinn fengið góða einkunn!

 

Lokastaðan – efstu menn:

  1. GM Vignir Vatnar Stefánsson – 9 vinningar
    60,000kr + Gjafakarfa frá Innnes

  2. Ingvar Wu Skarphéðinsson – 7 vinningar
    40,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
  3. GM Helgi Áss Grétarsson – 6,5 vinningar
    20,000kr + Gjafakarfa frá Innnes

 

U2000 Verðlaun

Þorsteinn Jakob Þorsteinsson tók U2000 verðlaunin eftir harða baráttu í lokaumferðinni.

U2000: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

Efsti konan

Baráttan um kvennaverðlaunin var lengst af á milli Iðunnar Helgadóttir og Lenku Ptacnikovu. Iðunn gaf eftir í lokaumferðunum og Lenka varð hlutskörpust

Efsta konan: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

Efsti stigalausi

Katrín Ósk Tómasdóttir átti gott mót og ætti að ná sér í fín hraðskákstig eftir þetta mót!

Efsti stigalausi: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

Stig í mótaröðinni eftir þrjú mót

  1. GM Vignir Vatnar Stefánsson – 24 stig (X + 12 + 12)

  2. IM Björn Þorfinnsson – 19 stig (10 + 7 + 2)

  3. GM Hannes Stefánsson – 18 stig (12 + 6 + X)

  4. GM Helgi Áss Grétarsson – 16 stig (X + 8 + 8)

  5. FM Örn Leó Jóhannsson – 13 stig (X + 10 + 3)

  6. Arnar Milutin Heiðarsson – 12 stig (0 + 5 + 7)

  7. IM Dagur Ragnarsson – 10 stig (8 + 2 + X)

  8. FM Bárður Örn Birkisson – 10 stig (6 + 4 + 0)

  9. FM Sigurbjörn Björnsson – 10 stig (4 + 0 + 6)

  10. Ingvar Wu Skarphéðinsson – 10 stig (X + X + 10)

  11. GM Bragi Þorfinnsson – 8 stig (7 + 0 + 1)

  12. Davíð Kolka – 6 stig (0 + 1 + 5)


  1. FM Símon Þórhallsson – 5 stig (5 + X + X)

  2. IM Dagur Arngrímsson – 4 stig (X + X + 4)

  3. FM Róbert Lagerman – 3 stig (3 + 0 + 0)

  4. FM Þorsteinn Þorsteinsson – 3 stig (0 + 3 + 0)

  5. CM Björn Holm Birkisson – 2 stig (2 + 0 + 0)

  6. Benedikt Briem – 1 stig (1 + 0 + 0)

  1. Baráttan verður hörð um 12 efstu sætin og nokkuð mikill fjöldi sterkra skákmanna sem eiga enn séns á að bætast í hópinn.

➕ Athyglisverðar stigabreytingar:

  •  Ingvar Wu Skarphéðinsson +39,2

  • Pétur Úlfar Ernisson +78,4!!
  • Arnar Milutin Heiðarsson: +17,4 og nálgst 2300, hraðskáks-FM?

  • Lenka Ptacnikova +35,4 aftur yfir 2100 í hraðskák?

Hægt er að skoða allar skákir og einstök úrslit á Chess-Results.

Myndasería frá öðru mótinu (þakkir til Unu Strand)

- Auglýsing -