Halldór Grétar í Sögu í gær. Mynd: Útvarp Saga.

Kristján Örn Elíasson hefur í tvö ár stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Í gær mætti Halldór Grétar Einarsson, FIDE-meistari og formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks í settið í Skipholtið.

Í kynningu um þáttinn segir:

Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við Halldór Grétar Einarsson FIDE-meistara og formann meistaraflokksráðs Breiðabliks. Þeir ræða afreksskák á Íslandi og styrki til afreksmanna í skák og þróun alþjóðlegra skákstiga síðustu árin. Þeir bera saman aldur og styrkleika sterkustu skákmanna Norðurlandanna og einnig koma þeir inn á hversu skákin er orðin vinsæl á netinu en um það bil þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur stofnað reikning á vefnum  þar sem hægt er að tefla, leysa þrautir, lesa fréttir og gera ýmislegt annað.

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -