Karma Halldórsson tók þátt í U12 flokki á HM ungmenna í Kazakhsthan. Mótið var gríðarlega góð reynsla fyrir Karma en hann endaði með 4,5 vinning úr skákunum 11.

Byrjunin var erfið en um miðbik móts vann Karma þrjár skákir í röð og náði sér á strik. Karma tapar tæpum 9 stigum á mótinu en innleggið í reynslubankann er töluvert!

Karma átti fínt mót í opnum flokki Haustmótsins fyrir mótið þar sem hann var taplaus og með 5 vinninga úr 6 tefldum skákum. Það verður gaman að fylgjast með Karma í framtíðinni. Hér fyrir neðan er vinningsskák hans úr 8. umferð gegn Kanadamanninum Lucas Wang. Karma sneri á Kanadamanninn í taktíkinni í miðtaflinu.

- Auglýsing -