Ísfirðingurinn ungi og stórefnilegi, Karma Halldórsson (1660), er eini fulltrúi Íslands á HM barna sem fram fer í Almaty í Kasakstan þessa dagana. Karma teflir í u-12 flokki. Karma hefur verið á eldi eftir rólega byrjun. Karma vann í gær kanadískan skákmann (1816) og hefur nú þrjár skákir í röð! Karma hefur 4 vinninga þegar átta umferðum af ellefu er lokið.
Mótið er gríðarlega sterkt. Margir sterkir keppendur frá Asíu og Austur-Evrópu. Minna um keppendur frá Vestur-Evrópu sem stefna frekar á EM ungmenna í Budva í Svartfjallalandi síðar í haust.

- Auglýsing -
















