Kristján Örn Elíasson, alþjóður skákdómari, útvarpsmaður, sigurvegari c-flokks Haustmóts TR og virkasti skákmaður landsins, sem er í mikilli framför hefur í tvö ár stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Gaman að þessu.

Í gær mætti Jón Steinn Elíasson, sem margir þekkja úr starfi KR í Skipholtið.

Í kynningu um þáttinn segir:

Kristján Örn ræðir við Jón Stein Elíasson skákmann og fyrrverandi eiganda Toppfisks. Þeir ræða skákina, fiskvinnsluna, dvölina á Spáni, gjaldþrot Toppfisks eftir 40 ára starfsemi, gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins Play og áhrif þess á Íslendinga með dvalarstað eða búsetu á Spáni og margt fleira. Jón Steinn segir að í erfiðum atvinnurekstri sínum í gegnum tíðina hafi skákin gert honum kleift að gleyma amstri dagsins, hreinsa hugann og safna kröftum.

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -