Sjötta mótið í hinni glæsilegu Le Kock mótaröð fór fram í gærkvöldi og að þessu sinni var það sjálfur Vignir Vatnar Stefánsson sem varð sigurstranglegastur. Það var aðeins afmælisbarnið Ingvar Wu Skarphéðinsson sem náði jafntefli gegn Vigni, aðrar skákir unnust! Tæplega fjörutíu keppendur voru mættir til leiks og var þéttleikinn mikill, ótrúlega sterkt mót. Líka var gaman að sjá nýja menn dýfa sér ofan í djúpu laugina og taka þátt!

Miklar sveiflur voru framan af móti! Menn skiptust á forystu og fjölmargir sem komust á efsta borð eftir að Vignir datt tímabundið niður eftir jafnteflið í 2. umerð gegn Ingvari Wu. Björn Hólm, David Kolka og Adam Omarsson fóru geyst af stað og höfðu allir þrjá vinninga en Adam var orðinn efstur með 4 vinninga að loknum fjórum umferðum! Margir af stigahæstu misstu aðeins flugið framan af og nýjir áskorendur stigu á stokk, þeirra á meðal Stefán Bergsson sem átti gott mót.

Á endanum var Vignir greinilega kominn í gírinn og endaði eins og áður sagði með 8,5 vinning í efsta sæti. Landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson var næstur með 6,5 vinning og betri oddastig en Stefán Steingrímur og Björn Þorfinnsson sem einnig hafði 6,5 vinning en „Monrad-gambíturinn“ byrjaði aðeins of seint.

Lokastaðan – efstu menn:

  1. GM Vignir Vatnar Stefánsson – 8,5 vinningar
    60,000kr + Gjafakarfa frá Innnes

  2. IM Dagur Ragnarsson – 6,5 vinningar
    40,000kr + Gjafakarfa frá Innnes

  3. Stefán Steingrímur Bergsson – 6,5 vinningar
    20,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
     

U2000 Verðlaun

Hinn síungi Kristján Örn Elíasson hrifsaði til sín U2000 verðlaunin að þessu sinni.

U2000: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

Efsta konan

Guðrún Fanney Briem var best í kvennaflokki en hún hafði betur gegn Lenku Ptacnikovu eftir harða baráttu. Guðrún var í fínu formi, lagði Björn Þorfinnsson og Bárð Örn Birkisson t.a.m. að velli auk innbyrðis viðureignar gegn Lenku. Guðrún hækkar um 84,8 hraðskákstig!

Efsta konan: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

Efsti stigalausi

Sigurður Jens Albertsson varð efstur stigalausra en missti af verðlaunafhendingu.

Efsti stigalausi: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

Stig í mótaröðinni eftir sex mót

Hægt er að sjá stöðuna á Google Sheets 

Fyrsta mótið fór fram í maí þar sem stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson varð hlutskarpastur. Mót númer tvö vann Vignir Vatnar sjálfur eins og þriðja mótið. Róbert Lagerman tók svo fjórða mótið og Örn Leó það fimmta.

12 efstu keppendur á samanlögðum stigum (6/8 bestu mótum gilda) tefla svo til úrslita í beinni útsendingu, þar verða verðlaunin eftirfarandi:

  1. X TBA
  2. X TBA
  3. X TBA

Áskrifendur VignirVatnar.is fá frítt í mótið!

Takk fyrir,  Le Kock og VignirVatnar.is.

Mótið á chess-results

- Auglýsing -