Fimmta umferð EM landsliða fer fram í dag og hefst kl. 11:15. Liðið í opnum flokki mætir sterkri sveit Austurríki en kvennaliðið mætir sveit Litháen. Við erum lakari á pappírnum í báðum tilfellum.
Austurríki er töluvert sterkari en okkar sveit. Aldursforsetinn, frá í gær, Guðmundur Kjartansson, hvílir og goðsögnin Hannes Hlífar Stefánsson kemur aftur inn í liðið. Á fyrsta borði teflir Kirill Alekseenko (2679), sem er fæddur í Rússlandi, en hefur teflt fyrir Austurríki síðan 2023.
Kvennaliðið mætir sveit Litháen sem heldur sterkari en sú íslenska. Jóhanna Björg hvílir í dag.
Vakin er athygli á beinum lýsingum frá umferðum.
Þar eru við stjórnvölinn WGM Keti Tsatsalashvili og GM Alojzije Jankovic.
- Heimasíða mótsins
- Chess-results – opinn flokkur
- Chess-results – kvennaflokkur
- Beinar útsendingar – Opinn flokkur
- Beinar útsendingar – kvennaflokkur
- Bein lýsing (ECU TV)
- Auglýsing -