Fimmta umferð EM taflfélaga hefst kl. 12:15.

Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Reykjavíkur unnu í gær, Fjölnir gerði jafntefli en Breiðablik og Dímon töpuðu.

Taflfélag Reykjavíkur verður í beinni í dag en TR-ingar mæta sveit frá Vilnius en í þeirri sveit eru allmargir félagsmenn Fjölnis!

Akureyringar mæta ensku sveitinni Cheddleton í dag. Jóhann Hjartarson hvílir og Páll Agnar fær það verðuga verkefni að tefla við Simon Williams

Í viðureign Fjölnis og Aarhus bíða margir spenntir eftir viðureign Björns Þorfinnssonar og Rasmus Skytte.

Breiðablik mætir sveit frá Georgíu og Dímon mæta írskri sveit. Ólafur Örn Ólafsson þarf jafntefli til að ná CM-árangri en auk þess þarf hann að ná 2000 skákstigum.

Kvennaliðið mætir sterkri franskri sveit.

Viðureignir dagsins

Alls eru sex íslensk lið skráð til leiks af 122. Í opnum flokknum eru það:

  • Taflfélag Reykjavíkur (nr. 38)
  • Skákdeild Breiðabliks (nr. 43)
  • Skákdeild Fjölnis (nr. 46)
  • Skákfélag Akureyrar (nr. 58)
  • Dímon (nr. 99)
  • Auk þess teflir Óskar Bjarnason fyrir klúbb frá Lúxemborg.

Í kvennaflokki er kvennalið sem teflir undir nafni Íslands

  • Ísland (15)

Alls tefla 38 skákmenn fyrir Íslands hönd á Ródos og flestir sterkustu skákmenn þjóðarinnar. Aðeins fjórar þjóðir eru fjölmennari en Ísland sem er býsna magnað en það eru: England, Þýskaland, Holland og Grikkland.

- Auglýsing -